FH tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt að lána Jóhann Birgi Ingvarsson til HK til áramóta og mun hann því styrkja nýliðana í fallbaráttunni í Olís-deild karla.

Þetta kemur fram á Facebook síðu handboltadeildar FH í dag en færsluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Jóhann Birgir sem er uppalinn í FH er nýkominn af stað á ný eftir meiðsli og hefur ekkert verið í leikmannahóp FH í fyrstu átta leikjum tímabilsins. HK veitir ekki af liðsstyrknum sem eina liðið án stiga eftir átta umferðir.

Hafnfirðingurinn ætti því að ná sex leikjum með HK fyrir vetrarhléið sem gert er á deildinni á meðan íslenska landsliðið tekur þátt í EM í janúar.