Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur til æfinga hjá Burnley og sat fyrsta fund undir stjórn Vincent Kompany í dag, nokkrum dögum eftir brúðkaup sitt á Spáni.
Jóhann er á lokaári samnings síns hjá Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta haust og mun leika undir stjórn nýs þjálfara í fyrsta sinn í herbúðum Burnley.
Kompany tók við liðinu í sumar en hann var um árabil einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrirliði Manchester City.
🤝 Kompany meets the team pic.twitter.com/kDlYbIza4c
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) June 21, 2022
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þegar Kompany ræddi við leikmenn Burnley í fyrsta sinn og var Íslendingurinn í fremstu röð leikmanna. Jóhann kom ekkert við sögu í lokaleikjum Burnley á síðasta ári vegna meiðsla.
Jóhann fékk ekki langan tíma til að fagna brúðkaupsdegi sínum en hann gekk í það heilaga með lögfræðingnum Hólmfríði Björnsdóttur þann 16. júní síðastliðinn.