Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í knattspyrnu, Jóhann Berg Guð­munds­son hefur fram­lengt samning sinn við enska B-deildar liðið Burnl­ey. Þetta til­kynnir fé­lagið í færslu á sam­fé­lags­miðlum. Samningur Jóhanns mun því gilda fram til sumarsins 2024 með á­kvæði um að hægt sé að lengja hann um eitt ár.

„Ég er mjög á­nægður,“ sagði Jóhann Berg eftir að hafa skrifað undir fram­lengingu á samningi sínum við Burnl­ey. „Þetta er nýtt ferða­lag sem ég hef verið á með fé­laginu og eitt­hvað sem ég vil vera hluti af. Yfir­standandi tíma­bil hefur gengið frá­bær­lega fyrir liðið, við höfum gert mjög vel en við eigum enn verk fyrir höndum. Ég elska þetta fé­lag, þetta eru frá­bærar fréttir fyrir mig og fjöl­skyldu mína, að fram­lengja dvöl mína um eitt ár.“

Jóhann Berg hefur verið á mála hjá Burnl­ey síðan í júlí árið 2016 er hann gekk til liðs við fé­lagið frá Charlton. Þá hefur hann einnig spilað með liðum á borð við AZ Alk­maar og Breiða­bliki á sínum ferli.