Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jóhann Berg Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við enska B-deildar liðið Burnley. Þetta tilkynnir félagið í færslu á samfélagsmiðlum. Samningur Jóhanns mun því gilda fram til sumarsins 2024 með ákvæði um að hægt sé að lengja hann um eitt ár.
„Ég er mjög ánægður,“ sagði Jóhann Berg eftir að hafa skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Burnley. „Þetta er nýtt ferðalag sem ég hef verið á með félaginu og eitthvað sem ég vil vera hluti af. Yfirstandandi tímabil hefur gengið frábærlega fyrir liðið, við höfum gert mjög vel en við eigum enn verk fyrir höndum. Ég elska þetta félag, þetta eru frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína, að framlengja dvöl mína um eitt ár.“
Jóhann Berg hefur verið á mála hjá Burnley síðan í júlí árið 2016 er hann gekk til liðs við félagið frá Charlton. Þá hefur hann einnig spilað með liðum á borð við AZ Alkmaar og Breiðabliki á sínum ferli.
We are pleased to announce that Johann Berg Gudmundsson has signed a contract extension until the summer of 2024 with the option of another year 📝
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 31, 2023
Delighted to have you with us, Johann! 🇮🇸 👏 pic.twitter.com/uhbjx0hOyN