Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í leiknum gegn Frakklandi á morgun í undankeppni EM 2020 eftir að Jóhann meiddist í leik Íslands og Andorra.

Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi landsliðsins í dag sem var lýst í beinni á Fotbolti.net.

Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og við nánari skoðun komu í ljós meiðsli í kálfa. Fer hann því aftur til félagsliðs síns í Englandi í dag til að hefja endurhæfingu.

Hann lék stærstan hluta leiksins í Andorra en var tekinn af velli stuttu eftir mark Viðars Arnars Kjartanssonar.