Enski boltinn

Jóhann Berg hefur jafnað sig af meiðslum

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur jafnað sig af tognun aftan í læri sem haldið hefur honum utan vallar síðustu þrjár vikurnar tæpar.

Jóhann Berg Guðmundsson labbar meiddur af velli. Fréttablaðið/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Burnley og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur leikið með liðinu þegar liðið mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á Molineux í hádeginu á sunnudginn. 

Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun. Þar sagði hanni að Jóhann Berg hefði náð sér að fullu og gæti byrjað leikinn. 

Jóhann Berg meiddist aftan í læri í deildarleik með Burnley gegn Watford í lok águst og hefur ekki leikið með liðinu síðan og missti sömuleiðis af leikjum íslenska liðsins gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA. 

Burnley hefur einungis fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni á yfirstandandi leiktið og situr í 19. sæti deildarinnar fyrir umferð helgarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mata mun ræða við önnur lið í janúarglugganum

Enski boltinn

Arsenal mun styrkja hópinn í janúarglugganum

Enski boltinn

Guardiola fær aðvörun fyrir ummæli sín

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Auglýsing