Enski boltinn

Jóhann Berg hefur jafnað sig af meiðslum

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur jafnað sig af tognun aftan í læri sem haldið hefur honum utan vallar síðustu þrjár vikurnar tæpar.

Jóhann Berg Guðmundsson labbar meiddur af velli. Fréttablaðið/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Burnley og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur leikið með liðinu þegar liðið mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á Molineux í hádeginu á sunnudginn. 

Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun. Þar sagði hanni að Jóhann Berg hefði náð sér að fullu og gæti byrjað leikinn. 

Jóhann Berg meiddist aftan í læri í deildarleik með Burnley gegn Watford í lok águst og hefur ekki leikið með liðinu síðan og missti sömuleiðis af leikjum íslenska liðsins gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA. 

Burnley hefur einungis fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni á yfirstandandi leiktið og situr í 19. sæti deildarinnar fyrir umferð helgarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Enski boltinn

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Enski boltinn

Gary Cahill íhugar framtíð sína hjá Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Landið að rísa aftur á Skaganum

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Valsmenn með sex fulltrúa í B-landsliðinu

Auglýsing