Stórsigur Íslands á Liechtenstein í kvöld var jöfnun á stærsta sigri karlalandsliðsins í mótsleik frá upphafi en þrír stærstu sigrar Íslands í mótsleik hafa allir komið á móti Liechtenstein.

Þetta var í sjötta sinn sem karlalandsliðið skora fjögur mörk í keppnisleik og hefur helmingur þeirra komið gegn Liechtenstein.

Það mátti oft litlu muna að Ísland myndi bæta við fleiri mörkum og bæta metið yfir stærsta sigurinn í keppnisleik.

Karlalandsliðið hefur unnið stærri sigra í æfingarleikjum þar sem níu marka sigur gegn Færeyjum stendur upp úr árið 1985.

Stærstu sigrar karlalandsliðsins í keppnisleikjum

Undankeppni HM 1998 Liechtenstein 4-0

Undankeppni HM 1998 Liechtenstein 4-0

Keppnisleikir þar sem Ísland skorar fjögur mörk eða meira

Undankeppni HM 1998 Liechtenstein 4-0

Undankeppni HM 1998 Liechtenstein 4-0

Undankeppni HM 2002 Malta 4-1

Undankeppni HM 2006 Malta 4-1

Undankeppni HM 2014 Sviss 4-4

Stærstu sigrar karlalandsliðs Íslands frá upphafi

Vináttuleikur 1985 gegn Færeyjum 9-0

Vináttuleikur 1983 gegn Færeyjum 6-0

Vináttuleikur 1975 gegn Færeyjum 6-0