Handbolti

Jöfnuðu á ævintýralegan hátt og komust áfram

Þrátt fyrir erfiða byrjun á EM U-20 ára í handbolta karla er íslenska liðið komið áfram í milliriðla á mótinu. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter gegn Þjóðverjum í lokaumferð riðlakeppninnar og náðu í jafntefli.

Íslendingar náðu jafntefli gegn Þjóðverjum þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu þegar lítið var eftir. Mynd/EHF

Ísland er komið áfram í milliriðla á EM U-20 ára í handbolta karla.

Íslendingar gerðu jafntefli, 25-25, við Þjóðverja í dag þrátt fyrir að hafa verið þremur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Til að komast áfram í milliriðla þurfti Ísland að treysta á að Svíþjóð myndi vinna Rúmeníu. Og það gerðist. Svíar unnu stórsigur, 40-31, og jöfnuðu Íslendinga að stigum. Íslenska liðið endaði hins vegar í 2. sæti riðilsins vegna sigursins á því sænska á föstudaginn.

Ísland steinlá fyrir Rúmeníu, 29-19, í fyrsta leik sínum á EM en er nú komið áfram í milliriðla þar sem liðið mætir Slóveníu og Serbíu.

Orri Freyr Þorkelsson og Sveinn Jóhannsson voru markahæstir í íslenska liðinu gegn því þýska með fimm mörk hvor. Andri Scheving varði 10 skot í markinu.

Mörk Íslands: Orri Freyr Þorkelsson 5/5, Sveinn Jóhannsson 5, Birgir Már Birgisson 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 1, Sigþór Jónsson 1, Daníel Örn Griffin 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valur vann þægilegan sigur gegn FH

Handbolti

Róbert og Agnar missa af úrslitahelginni

Handbolti

Aron Dagur búinn að skrifa undir hjá Alingsås

Auglýsing

Nýjast

Man.City kom til baka - Atlético í sterkri stöðu

Keflavík hafði betur í toppslagnum

Lanzini að snúa aftur

Fá lengri frest til að greiða fyrir Sala

Fær nýjan samning

Sarri ekki rætt við stjórn Chelsea

Auglýsing