Handbolti

Jöfnuðu á ævintýralegan hátt og komust áfram

Þrátt fyrir erfiða byrjun á EM U-20 ára í handbolta karla er íslenska liðið komið áfram í milliriðla á mótinu. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter gegn Þjóðverjum í lokaumferð riðlakeppninnar og náðu í jafntefli.

Íslendingar náðu jafntefli gegn Þjóðverjum þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu þegar lítið var eftir. Mynd/EHF

Ísland er komið áfram í milliriðla á EM U-20 ára í handbolta karla.

Íslendingar gerðu jafntefli, 25-25, við Þjóðverja í dag þrátt fyrir að hafa verið þremur mörkum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Til að komast áfram í milliriðla þurfti Ísland að treysta á að Svíþjóð myndi vinna Rúmeníu. Og það gerðist. Svíar unnu stórsigur, 40-31, og jöfnuðu Íslendinga að stigum. Íslenska liðið endaði hins vegar í 2. sæti riðilsins vegna sigursins á því sænska á föstudaginn.

Ísland steinlá fyrir Rúmeníu, 29-19, í fyrsta leik sínum á EM en er nú komið áfram í milliriðla þar sem liðið mætir Slóveníu og Serbíu.

Orri Freyr Þorkelsson og Sveinn Jóhannsson voru markahæstir í íslenska liðinu gegn því þýska með fimm mörk hvor. Andri Scheving varði 10 skot í markinu.

Mörk Íslands: Orri Freyr Þorkelsson 5/5, Sveinn Jóhannsson 5, Birgir Már Birgisson 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 1, Sigþór Jónsson 1, Daníel Örn Griffin 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Handbolti

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Handbolti

Frakkar minntu hressilega á sig

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Auglýsing