Joe Gomez leikmaður Liverpool og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu brákaði bein á fæti í leik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 

Gomez verður frá vegna þeirra meiðsla í fjórar til sex vikur og mun því snúa aftur aftur inn á völlinn annað hvort í byrjun eða um miðjan janúar. 

Hann verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool fær Napoli í heimsókn. 

Þá eru fram undan fjölmargir leikir í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum sem varnarmaðurinn öflugi mun missa af.