Enski boltinn

Joe Gomez verður frá í rúman mánuð

Joe Gomez varnarmaður Liverpool fór meiddur af velli 3-1 sigri liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Nú er komið í ljós að hann verður frá í rúman mánuð vegna þeirra meiðsla.

Joe Gomez með boltann í leik Liverpool gegn Burnley í gær. Fréttablaðið/Getty

Joe Gomez leikmaður Liverpool og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu brákaði bein á fæti í leik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 

Gomez verður frá vegna þeirra meiðsla í fjórar til sex vikur og mun því snúa aftur aftur inn á völlinn annað hvort í byrjun eða um miðjan janúar. 

Hann verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool fær Napoli í heimsókn. 

Þá eru fram undan fjölmargir leikir í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum sem varnarmaðurinn öflugi mun missa af.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing