Enski boltinn

Joe Gomez verður frá í rúman mánuð

Joe Gomez varnarmaður Liverpool fór meiddur af velli 3-1 sigri liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Nú er komið í ljós að hann verður frá í rúman mánuð vegna þeirra meiðsla.

Joe Gomez með boltann í leik Liverpool gegn Burnley í gær. Fréttablaðið/Getty

Joe Gomez leikmaður Liverpool og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu brákaði bein á fæti í leik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 

Gomez verður frá vegna þeirra meiðsla í fjórar til sex vikur og mun því snúa aftur aftur inn á völlinn annað hvort í byrjun eða um miðjan janúar. 

Hann verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool fær Napoli í heimsókn. 

Þá eru fram undan fjölmargir leikir í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum sem varnarmaðurinn öflugi mun missa af.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing