Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta létu tilfinningar sínar í ljós þegar íslenska liðið laut í lægra haldi 23-22 fyrir Króatíu í sveiflukenndum leik í næstsíðustu umferð í milliriðli í Evrópumótinu í Búdapest í dag.

Ísland var mest fimm mörkum yfir í leiknum en glutraði þeirri forystu niður og tapaði að lokum á afar svekkjandi hátt með minnsta mun.

Skap netverja sveiflaðist með stöðunni í leiknum eins og sjá má hér að neðan.