Gabriel Jesus, brasilíski framherji Manchester City, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá félaginu aðeins átján mánuðum eftir að hann gekk til liðs við ensku meistarana.

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur hann leikið 53 leiki fyrir City og skorað í þeim 24 mörk ásamt því að vera byrjunarliðsmaður hjá brasilíska landsliðinu á HM í sumar.

Greiddi Manchester City á sínum tíma 33 milljónir evra fyrir Jesus sem er nú samningsbundinn félaginu næstu fimm árin eða til 2023 þegar hann verður sjálfur 26 ára.

Er hann nýkominn aftur til æfinga hjá félaginu eftir sumarfrí en hann kvaðst í samtali við heimasíðu Manchester City vera afar þakklátur fyrir traustið sem félagið væri að sína honum.