Brocklesby er elsta breska konan til þess að hafa klárað þríraut sem samanstendur af 3.8 kílómetra sundi, 180 kílómetra hjólreiðum og 36 kílómetra hlaupi.

,,Allt í allt hef ég tekið þátt í tíu þríþrautum og klárað fimm af þeim keppnum. Ég myndi gjarnan vilja bæta fleirum í safnið í kjölfarið," sagði Edwina Brocklesby í samtali við CNN Sport.

Vanalega finnst Brocklesby best að æfa í heita loftinu á Lanzarote en þessa stundina er hún staðsett í Lundúnum.

Það sem er enn áhugaverðara við sögu Brocklesby er sú staðreynd að hún fór ekki að stunda íþróttaiðkun fyrr en hún varð 50 ára gömul. Hún hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon 52 ára gömul.

,,Ég fór og horfði á vinkonu mína hlaupa í Nottingham maraþoninu fyrir þennan tíma. Eftir hlaupið sagði ég við eiginmann minn að ég væri til í að hlaupa hálfmaraþon. Hann hafði ekki mikla trú á þessari hugmynd minni en það hvatti mig bara áfram," sagði Brocklesby í samtali við CNN Sport.

Það er ekki aðeins líkamlegi ávinningurinn sem heillar Brocklesby við þessa hreyfingu sína. Þetta nýja áhugamál hennar efldi félagslegu tengsl hennar og veitti henni andlega vellíðun.

Ítarlegt viðtal við Járn ömmuna Edwinu Brocklesby á vefsíðu CNN sport má lesahér.