Forseti Ólympíunefndar Japan segir að ef COVID-19 heimsfaraldurinn standi enn yfir á næsta ári verði Ólympíuleikunum aflýst.

Fyrr á þessu ári var það tilkynnt að japönsk stjórnvöld hefðu komist að samkomulagi við Alþjóðaólympíunefndina um að fresta leikunum um eitt ár.

Áætlað er að setningarhátíð Ólympíuleikanna fari fram 21. júlí á næsta ári og eru japönsk stjórnvöld að vinna í undirbúningi fyrir stærsta íþróttaviðburð heimsins.

Yoshiro Mori, forseti Ólympíunefndar Japan, var spurður út í þann möguleika að COVID-19 faraldurinn standi enn yfir og sagði hann að þá yrði leikunum einfaldlega aflýst.