James Milner og Andy Robertson fóru yfir hversdagsleg mál þar sem kom meðal annars fram að Milner vill hafa ananas á pizzunni sinni.

Þetta er annað árið í röð sem aðdáendur Liverpool geta sent fyrirspurnir um hversdagsleg mál sem Milner og Robertson svara.

Hægt er að sjá umræðuna hér fyrir neðan.

Robertson les upp spurningu hvort að ananas eigi heima á pizzu og er Milner fljótur að svara játandi.

Skoski bakvörðurinn ætlar ekki að trúa Milner og svo virðist sem hann vilji ekki sjá ávexti á pizzum en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.