Fótbolti

Þjálfari Slóveníu rekinn fyrir að gagnrýna Oblak

Tomas Kavcic entist ekki í ár í starfi sem þjálfari slóvenska landsliðsins en kornið sem fyllti mælinn var þegar hann úthúðaði besta leikmanni liðsins í viðtali og sakaði hann um lygar.

Oblak er einn af bestu markvörðum heims. Fréttablaðið/Getty

Búið er að segja upp samningi Tomas Kavcic sem landsliðsþjálfara Slóveníu eftir að hann sakaði Jan Oblak, stærstu stjörnu liðsins um lygar og gagnrýndi hann í viðtölum á dögunum.

Kavcic tók við liðinu fyrir tæpu ári síðan en undir hans stjórn vannst aðeins einn leikur af sjö.

Oblak sem leikur með Atletico Madrid, samdi við knattspyrnusamband Slóveníu um að fá að sleppa leikjum Slóveníu í Þjóðadeild UEFA í nýafstöðnu landsleikjahléi til að geta unnið að endurhæfingu eftir meiðsli.

Kavcic sagðist í samtali við fjölmiðla í Slóveníu ekkert hafa heyrt af þessu og kvartaði sáran undan því að fá engar útskýringar frá Oblak.

„Hann vildi ekki tala við mig, það er verið að ljúga að mér. Hann neitaði að tala við mig þótt að við þyrftum á honum að halda,“ sagði Kavcic sem varð til þess að hann var rekinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Fótbolti

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Fótbolti

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Auglýsing

Nýjast

Atli verður áfram í Kaplakrika

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Tvær FH-tíur tóku morgunæfingu í Kaplakrika

Nokkrir sóttu um starf yfirmanns knattspyrnumála

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing