Fótbolti

Þjálfari Kolbeins hættir eftir tímabilið

Kolbeinn Sigþórsson þarf að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara ef hann ætlar að halda áfram hjá Nantes eftir að Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, tilkynnti í dag að þetta yrði síðasta tímabil hans hjá félaginu.

Ranieri entist aðeins eitt tímabil hjá Nantes. Fréttablaðið/Getty

Kolbeinn Sigþórsson þarf að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara ef hann ætlar að halda áfram hjá Nantes eftir að Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, tilkynnti í dag að þetta yrði síðasta tímabil hans hjá félaginu.

Ranieri tók við liðinu fyrir ári síðan en hann stýrði Leicester City eftirminnilega til sigurs í ensku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum. Byrjaði tímabilið vel undir hans stjórn en eftir einn sigur í síðustu tíu leikjum er félagið um miðja deild.

Komust hann og stjórn félagsins að samkomulagi um að slíta samningnum í sumar þrátt fyrir að eitt ár væri eftir af samningi hans í Frakklandi en óvíst er hvað hinn 66 ára gamli Ranieri tekur sér fyrir hendur.

Kvaðst hann vera mikill aðdáandi Kolbeins á dögunum og gaf honum átta mínútur í leik Nantes á dögunum en það voru fyrstu mínútur Kolbeins í tæp tvö ár eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Fótbolti

Liverpool mætir Bayern

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá í 39. sæti eftir tvo hringi

Viðræður hafnar við Martial

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Auglýsing