Fótbolti

Þjálfari Kolbeins hættir eftir tímabilið

Kolbeinn Sigþórsson þarf að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara ef hann ætlar að halda áfram hjá Nantes eftir að Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, tilkynnti í dag að þetta yrði síðasta tímabil hans hjá félaginu.

Ranieri entist aðeins eitt tímabil hjá Nantes. Fréttablaðið/Getty

Kolbeinn Sigþórsson þarf að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara ef hann ætlar að halda áfram hjá Nantes eftir að Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, tilkynnti í dag að þetta yrði síðasta tímabil hans hjá félaginu.

Ranieri tók við liðinu fyrir ári síðan en hann stýrði Leicester City eftirminnilega til sigurs í ensku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum. Byrjaði tímabilið vel undir hans stjórn en eftir einn sigur í síðustu tíu leikjum er félagið um miðja deild.

Komust hann og stjórn félagsins að samkomulagi um að slíta samningnum í sumar þrátt fyrir að eitt ár væri eftir af samningi hans í Frakklandi en óvíst er hvað hinn 66 ára gamli Ranieri tekur sér fyrir hendur.

Kvaðst hann vera mikill aðdáandi Kolbeins á dögunum og gaf honum átta mínútur í leik Nantes á dögunum en það voru fyrstu mínútur Kolbeins í tæp tvö ár eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Fótbolti

Wenger tekur ekki við Japan

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Auglýsing