Hauk­ar sem urðu bæði deildar- og Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna á síðasta keppnistímabili hafa skipt um þjálfara. Ingvar Þór Guðjónsson ákvað að segja staðar numið eftir gott gengi á síðustu leiktíð. Ólöf Helga Páls­dótt­ir hefur verið ráðin sem eftirmaður Ingvars Þór. Það er karfan.is sem greinir frá þessu.  

Ólöf Helga lék með Njarðvík og Grindavík á leikmannaferli sínum, en hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðví árið 2012. Hún hefur stýrt yngri flokkum hjá með góðum árangri, meðal annars hjá Grindavik. Þá stýrði Ólöf Helga meist­ara­flokki kvenna hjá Grinda­vík í 1. deild­inni í vet­ur. 

Grindavík tapaði fyrir KR í umspili um laust sæti í efstu deild, en laut í lægra haldi í því einvígi og tókst þar af leiðandi ekki að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. 

„Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Þetta er í rauninni draumastarfið með þennan frábæra hóp, aðstöðu og fagmannleg vinnubrögð allra sem koma að þessu," sagði Ólöf Helga í samtali við karfan.is um nýja starfið sitt.