Heimir Hallgrímsson er ekki eini landsliðsþjálfarinn sem sagði starfi sínu lausu í dag. Kólumbíumaðurinn Hernán Darío Gómez er einnig hættur sem landsliðsþjálfari Panama.
Ísland og Panama voru einu nýliðarnir á HM í Rússlandi. Liðin eru nú bæði þjálfaralaus.
Gómez stýrði Panama í fjögur ár. Liðið tapaði öllum leikjum sínum á HM. Gómez stýrði Panama í 71 leik; 22 unnust, 28 töpuðust og 21 endaði með jafntefli.
Hinn 62 ára gamli Gómez hefur mikla reynslu af þjálfun landsliða en hann kom Kólumbíu á HM 1998 og Ekvador á HM 2002. Hann þjálfaði einnig Gvatemala um tíma.