Karlalið KR í körfubolta sem varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð í vor bætti við sig þremur sterkum leikmönnum fyrir komandi keppnistímabil.

Um er að ræða þrjá uppalda leikmenn sem eru að snúa aftur á heimahagana. Þetta eru bræðurnir Matthías Orri og Jakob Sigurðarsynir og Brynjar Þór Björnsson.

Matthías Orri er að koma frá ÍR þar sem hann hefur leikið eftir að hafa alist upp í Vesturbænum.

Jakob hefur hins vegar leikið með sænska liðinu Borås undanfarin ár varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2000 og 2009.

Brynjar Þór sem leikið hefur með KR lungann úr ferli sínum fluttist búferlum til Skagafjarðar síðasta haust og lék með Tindastóli á síðustu leiktíð.