Blikar mæta á bosníka liðinu SFK Sarajevo 2000 í þriðju og síðustu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í dag.

Liðin tróna á toppi riðilsins taplaus eftir fyrstu tvo leikina fyrir leik liðanna sem hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma í dag. Leikið er í Zenica í Bosníu og Hersegóveníu.

Efsta lið riðilsins fer í útsláttarkeppni keppninnar en Breiðablik hefur betri markatölu fyrir leikinn og þar af leiðandi mun bæði jafntefli og sigur hjá Breiðabliki fleyta liðinu áfram í 32 liða úrslitin.

Breiðblik vann ísraelska liðið Asa Tel-Aviv 4-1 í fyrsta leik riðlakeppninnar og valtaði svo yfir makadónska liðið ZFK Dragon 2014 11-0 í annarri umferðinni.

SFK Sarajevo 2000 lagði andstæðinga sína hins vegar að velli samanlagt 6-0. Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir skoraði fjögur mörk í leiknum á móti ZFK Dragons 2014 og Selma Sól Magnús­dótt­ir og Hild­ur Ant­ons­dótt­ir tvö mörk hvor.

Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir hafa skorað tvö mörk hvor í leikjunum tveimur og Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir sitt markið hver.