Tottenham glutraði niður tveggja marka forskoti í 2-2 jafntefli gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Arsenal í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tottenham komst 2-0 yfir með mörkum frá Christian Eriksen og Harry Kane í fyrri hálfleik en Alexandre Lacazette minnkaði muninn undir lok hálfleiksins með frábæru marki.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og jöfnuðu metin á 71. mínútu þegar Pierre-Emerick Aubameyang stýrði skoti Mattéo Guendouzi í netið.

Arsenal kom boltanum í netið stuttu síðar en markið var réttilega dæmt af vegna rangstæðu og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli.