Handbolti

Jafnt í Hafnar­fjarðar­slagnum

Haukar og FH skildu jöfn, 29-29, í grannaslag í 1. umferð Olís-deildar karla. Atli Már Báruson og Jóhann Birgir Ingvarsson fóru á kostum.

Atli Már var markahæstur á vellinum með tíu mörk. Fréttablaðið/Anton

Haukar og FH sættust á skiptan hlut í leik liðanna í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-29.

Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest fimm marka forskoti. Staðan í hálfleik var 16-14, Haukum í vil.

Seinni hálfleikurinn var gríðarlega spennandi. FH getur þakkað Jóhanni Birgi Ingvarssyni fyrir stigið en hann skoraði fjögur síðustu mörk liðsins og níu mörk alls. Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk, þar af sex úr vítaköstum.

Haukamaðurinn Atli Már Báruson var markahæstur á vellinum og skoraði tíu mörk. Daníel Þór Ingason kom næstur í liði Hauka með átta mörk.

Ásgeir Örn Hallgrímsson lék í kvöld sinn fyrsta keppnisleik fyrir Hauka í 13 ár. Hann skoraði þrjú mörk.

Mörk Hauka: Atli Már Báruson 10/2, Daníel Þór Ingason 8, Heimir Óli Heimisson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Einar Pétur Pétursson 1, Grétar Ari Guðjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.

Mörk FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 9, Ásbjörn Friðriksson 8/6, Birgir Már Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 3, Ágúst Birgisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Handbolti

Selfoss tók efsta sætið á ný með sigri á Fram

Handbolti

Ágúst mætir með sínar konur um komandi helgi

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Ósigur staðreynd þrátt fyrir mun betri frammistöðu

Auglýsing