Marcus Rashford hefur verið kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrir febrúar mánuð. Er þetta í þriðja skiptið sem Rashford fær verðlaunin á tímabilinu.
Rashford jafnar þar með met Mohamed Salah leikmanns Liverpool sem fékk verðlaunin einnig í þrígang tímabilið 2017/2018.
Rashford hefur fundið sitt besta form undir stjórn Erik ten Hag og fengið mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins.
Frá því að Heimsmeistaramótinu í Katar lauk í desember hefur enginn leikmaður í Evrópu skorað fleiri mörk.
Rashford hefur mars, apríl og maí til að reyna að bæta met Salah með því að vera leikmaður mánaðarins í fjórða sinn.
Only two players have won the PL Player of the Month award three times in a single season:
— Squawka (@Squawka) March 10, 2023
◎ Mohamed Salah (2017/18)
◉ Marcus Rashford (2022/23)
Hat-trick hero.#PLAwards pic.twitter.com/S6Yv6gF9DS