Uppskera Liverpool í síðustu átta leikjum er aðeins níu stig af 24 sem þýðir að Liverpool er búið að verða af jafn mörgum stigum á rúmum mánuði og allt síðasta tímabil.

Titilvörn Liverpool virðist vera úr sögunni eftir tap gegn Brighton í gærkvöld. Með því er Manchester City með sjö stiga forskot á Liverpool ásamt því að eiga leik til góða.

Síðustu tvö ár hefur Liverpool virst óstöðvandi og aðeins þurft að horfa á eftir fimmtán stigum í fyrra og sautján stigum árið þar áður.

Liverpool var búið að vinna tvo leiki í röð gegn Lundúnarliðunum West Ham og Tottenham áður en þeim var skellt niður á jörðina á ný.