Alþjóðaólympíunefndin fundaði með Ólympíunefndum allra þjóða í vikunni og lofaði því að Vetrarólympíuleikarnir sem hefjast í næsta mánuði fari fram.

Formaður svissnesku ólympíunefndarinnar, Ralph Stöckli, lagði til að möguleikinn á frestun leikanna yrði rædd í ljósi stöðu heimsfaraldursins en það var ekkert fát á skipuleggjendum leikanna.

Alþjóðaólympíunefndin lofaði því á fjarfundinum að hvert tilvik yrði skoðað út af fyrir sig í ljósi þess að einstaklingar sem eru komnir á Ólympíuleikana eru að greinast smitaðir þessa dagana.

Við komuna til Kína verða einstaklingar skikkaðir í búbblu þar sem einstaklingar verða skimaðir daglega.