Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað á nýjan leik á fimmtudaginn kemur. Kveðið er á um þetta í nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Reglugerðin er í fullu samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og samhljómur ríkir um komandi tilslakanir í ríkisstjórninni að sögn Svandísar Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna aftur á fimmtudagsmörgun en þeim stöðum verður leyfilegt að taka á móti helmingi þess fjölda sem þeir hafa alla jafna leyfi til þess að hafa hjá sér.

Bann hefur verið við keppni og æfingum barna og fullorðinna síðan 25. mars síðastliðinn.