Birgir Jóhanns­son fram­kvæmda­stjóri ÍTF (ís­lenskur topp­fót­bolti) segir í samtali við Fréttablaðið að fé­lagið ætla að funda í dag vegna máls Guðna Bergs­sonar, formanns KSÍ um meint kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns sem Guðni sagðist ekki hafa vitað af.

„Við erum að fara stjórnar­fund í dag og ræða þessi mál,“ segir Birgir. Sem stendur er stjórnarfundur hjá KSÍ í gangi.

Ung kona kom fram í fréttum RÚV í vikunni gagnrýndi Guðna Bergsson fyrir að segja KSÍ hafi aldrei borist nein tilkynning um ofbeldi af hálfu landliðsmannsins. Faðir hennar hafi verið í bréfaskriftum við KSÍ.

Þá gagnrýnir hún KSÍ fyrir að velja að vera með gerendur ofbeldis innan sinna raða og lýsti því hvernig hún varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmannsins.

Þá segir hún KSÍ hafi boðið henni miskabætur og þagnarskyldusamning sem hún hafnaði.

Leikmaðurinn hafi einnig beðið konuna afsökunar og greiddi henni miskabætur.

Þá segir Birgir að það sé „zero tollerance“ fyrir kyn­ferðis­brotum í í­þrótta­hreyfingunni og stuðningur við þol­endur sé alla leið.