Enski boltinn

Ítalskir fjölmiðlar segja Chelsea búið að reka Conte

Ítölsku fréttamenn Sky Sports segja að búið sé að segja upp Antonio Conte hjá Chelsea en þá ætti félagið að geta gengið frá ráðningunni Maurizio Sarri sem hefur verið orðaður við félagið undanfarna mánuði.

Síðasta verkefni Conte hjá Chelsea var að lyfta enska bikarnum eftir 1-0 sigur gegn Manchester United á Wembley. Fréttablaðið/Getty

Ítölsku fréttamenn Sky Sports segja að búið sé að segja upp Antonio Conte hjá Chelsea en þá ætti félagið að geta gengið frá ráðningunni Maurizio Sarri sem hefur verið orðaður við félagið undanfarna mánuði.

Conte hefur stýrt Chelsea undanfarin tvö ár en undir hans stjórn vann félagið ensku deildina á fyrsta ári og enska bikarinn í fyrra. Þrátt fyrir það virðist tíma hans í Lundúnum lokið enda missti Chelsea af sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Sarri sagði upp hjá Napoli í byrjun sumars og virtist þá ljóst að hann myndi taka við enska félaginu af Conte en forráðamönnum félagsins hefur gengið illa að semja um starfslokin við Conte.

Stýrði Conte fyrstu æfingum Chelsea eftir sumarfrí í byrjun vikunnar en það virðist sem svo að félagið sé loksins búið að semja við hann um starfslok svo að Sarri geti tekið við félaginu.

Það stefnir allt í að Jorginho fylgi Sarri inn um dyrnar á Brúnni en ítalski landsliðsmaðurinn er sagður fara í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing