José Mourinho er atvinnulaus en hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur í morgun eftir 17 mánaða starf hjá félaginu.

Nú þegar er byrjað að ræða á kaffistofum heimsins hver næsti áfangastaður verður á ferli þessa litríka portúgalska knattspyrnustjóra.

Hér að neðan má sjá sex líkleg félög til þess að veðja á Mourinho sem næsta knattspyrnustjóra sinn:

Juventus: Talið er næsta víst að Andrea Pirlo verði látinn fara frá Juventus í sumar og José Mourinho gæti tekið við af honum. Þar væri verkefni hans að skáka sínum fyrrum vinnuveitenda Inter Milan sem er í góðri stöðu í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eins og sakir standa.

Bayern München: Þýska stórveldið Bayern München er stjóraleit eftir að Hans Flick tilkynnti um helgina að hann leiðir hans og félagins myndu skilja í sumar. Mourinho hefur áður verið orðaður við Bayern München á ferli sínum en líklegra þykir að Bayern leiti til Julen Nagelsmenn í leit sinni að nýjum knattspyrnustjóra.

AC Milan: Svo gæti farið að Mourinho muni endurnýja kynni sín við Zlatan Ibrahimovic í Mílanóborg. AC Mian er sofandi risi sem Mourinho gæti verið fenginn til þess að vekja til lífsins á nýjan leik. Ef Mourinho rekur við AC Milan brýtur hann hjörtu stuðningsmanna Inter Milan en þar er hann í hávegum hafður eftir stjóratíð hans þar.

Portúgal: Mourinho hefur áður sagt að hann muni ekki taka við landsliði fyrr en á lokakafla knattspyrnustjóraferils síns. Spurning er hvort honum finnist sá tími vera kominn á þessum tímapunkti á ferli hans. Hins vegar er margt sem bendir til þess að Mourinho finnist enn vera starfsorka í eitt til tvö félasliðastörf áður en hann tekur við landsliði.

Porto: Frægðarsól Mourinhos hóf að rísa hjá Porto og nú gæti verið að forráðamenn liðsins nái að lokka hann aftur á heimahagana. Það gæti heillað Mourinho að komast aðeins undan kastljósi fjölmiðla með því að fara til Portúgal. Svo verður aftur á móti að taka með í reikninginn að Mourinho virðist ekki kunna illa við kastljósið.

Zenit Pétursborg: Þarna sameinast tengingar Mourinhos við Rússland sem hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og kínverskra fjáfesta sem hafa verið að freista þess að fá Portúgalann í kínversku ofurdeildina. Zenit Pétursborg hefur gengið vel í heimalandinu og í Evrópukeppnum síðasta áratuginn um það bil. Zenit Pétursborg gæti því verið heillandi verkefni.