Spænski þjálfarinn Israel Martin hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta.

Félagið sendi frá sér tilkynningu til fjölmiðla síðdegis í dag þar sem greint var frá ráðningunni.

Martin sem hefur þjálfað karlalið Tindastóls undanfarin ár og gerði liðið að bikarmeisturum vorið 2018 tekur við liðinu af Ívar Ásgrímssyni sem lét af störfum í vor.

Hauk­ar höfnuðu í 10. sæti Domino's-deildarinnar í vet­ur en liðið tefldi fram mikið breyttu liði frá tímabilinu áður þar sem liðið fór alla leið í undanúrslit í úrslitakeppni deildarinnar.