Golf

Íslensku kylfingarnir unnu EM

Íslenska liðið varð Evrópumeistari í blandaðri keppni í golfi sem haldið var á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í dag.

Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fagna sigrinum í dag.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson urðu í dag Evrópumeistarar í blandaðri liðakeppni í golfi, en mótið fór fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi.

Ólafía Þórunn og Axel voru saman í liði og Birgir Leifur og Valdís Þóra léku saman. Þau skiptust á að slá upphafshöggin á hverri holu og léku síðan einum bolta út holuna. Samanlagt skor beggja liða taldi í liðakeppninni.

Ísland lék samtals á þremur höggum undir pari vallarins og var einu höggi á undan bresku liði sem varð í öðru sæti. 

Birgir Leifur og Valdís Þóra léku á undan og eftir sveiflukenndan hring setti Valdís niður glæsilegt pútt fyrir fugli á lokaholu sinni og kom íslenska liðinu í vænlega stöðu.

Ólafía Þórunn og Axel fengu svo fjóra fugla í röð á fyrri níu holunum. Þau léku af öryggi á síðari níu holunum og tryggðu sigur Íslands með pari á lokaholunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Var að slá frábærlega á mótinu

Golf

Guðmundur Ágúst sigraði á Spáni

Golf

Valdís komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Jón Dagur sá rautt

Auglýsing