Strákarnir okkar enduðu í 6. sæti Evrópumótsins í handbolta eftir hetjulega baráttu í tapi gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins þar sem að úrslitin réðust með marki á lokasekúndu leiksins. Leikmenn Íslands gáfust aldrei upp þó á móti blési og geta gengið stoltir frá borði. Ísland er á ný á meðal bestu handboltaþjóða heims.

Íslenskir Twitter notendur létu sitt ekki eftir liggja eftir leik, heldur hylltu íslensku hetjurnar sem hafa stimplað sig rækilega inn í hjörtu þjóðarinnar.