Anton og Jónas dæma leik ungversku meistaranna Pick Szeged og Vardar Skopje frá Makedóníu. Leikurinn fer fram í Varosi Sportscsarnok Szeged í Ungverjalandi.

Þetta er fyrsta verkefni Jónasar og Antons saman í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. Þetta er hins vegar ekki fyrsti leikurinn sem tvíeykið dæmir saman í deildinni.

Saman mynda þeir eitt reyndasta dómaratvíeyki Íslands og munu meðal annars vera fulltrúar íslensku dómarastéttarinnar á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu dagana 13. - 30. janúar næstkomandi.

Pick Szeged er í fjórða sæti A-riðils fyrir leik kvöldsins með átta stig eftir sex leiki. Vardar situr í sjötta sæti með fimm stig.