Golfvallarhönurðurinn Edwin Roald bendir á þetta en um er að ræða lista sem tímaritið Golf World setur saman. Um er að ræða 100 golfvelli sem hafa "X-Factor".

„Brautarholt er efst íslensku vallanna, í fjórða sæti. Vestmannaeyjavöllur er í því áttunda og Keilir í 35. sæti. Enn fremur, þá prýðir völlurinn í Eyjum forsíðu umfjöllunarinnar," skrifar í grein sem Roald birtir á Facebook en hann hannaði völlinn hjá Brautarholti.

Völlurinn í Eyjum er á forsíðu blaðsins.

„Athygli vekur að golfvöllurinn í Vík í Mýrdal er í 42. sæti og Sigló í því fimmtugasta. Nýi völlurinn á Siglufirði hefur vissulega fengið nokkra athygli á alþjóðavettvangi, en völlurinn í Vík hefur til þessa flogið ögn lægra á þessari ratsjá. Nú gæti orðið breyting þar á," skrifar Roald.

Hann kom einnig að því að hanna völlinn á Sigulfirði sem vakið hefur mikla lukku síðustu ár en í grein Golf World segir að sá völlur hefði auðveldlega getað verið tuttugu sætum ofar.