Fótbolti

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Þjálfara Sviss fannst sigur sinna manna verðskuldaður í leikslok eftir að hafa stýrt leiknum lengst af en honum fannst Sviss ekki nægilega duglegt að loka á svæðið fyrir utan vítateiginn sem gaf Íslandi nokkur færi undir lok leiksins.

Petkovic tekur í spaðann á varamanninum Edimilson Fernandes Fréttablaðið/Getty

Við komum hingað til að sækja þrjú stig og það er það sem skipti máli í kvöld. Við eigum enn möguleika á að verða efstir í riðlinum fyrir lokaleikinn,“ sagði Vladimir Petković, þjálfari Sviss á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Við byrjuðum leikinn vel en hleyptum Íslandi inn í leikinn eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Ég minnti liðið á að einfalda hlutina í hálfleik og þá náðum við stjórn á leiknum á ný og við áttum sigurinn fyllilega skilið.“

Petkovic fannst sínir menn vera óheppnir að gera ekki út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks.

„Við skoruðum tvö mörk en fengum færi til að setja 2-3 til viðbótar en náðum ekki að nýta okkur það og hleyptum Íslandi inn í leikinn á ný með markinu. Við áttum að gera betur þar og loka betur og fyrr á leikmanninn sem skoraði,“ sagði hann og hélt áfram:

„Það verður þó að hrósa Íslandi, þetta var frábært mark og þeir gáfust ekki upp. Við lærum vonandi af þessu að hætta aldrei til að hleypa liðum ekki inn í leiki á ný.“

Sviss gerði sex breytingar á milli leikjanna gegn Íslandi, fjórar þeirra vegna meiðsla.

„Við getum gert mun betur, okkur gekk illa að halda bolta í fyrri hálfleik en við lærðum mikið af þessum leik í dag. Við spiluðum með tvo framherja til að vera með fleiri sóknarmöguleika og lærum af því.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 5 - 3 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Auglýsing