Handbolti

Íslenska liðið byrjaði vel á EM

Ísland byrjar vel á Evrópumótinu í handbotla skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Liðið hafði betur, 25-20, þegar liðið mætti Póllandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppni mótsins.

Viktor Gísli Hallgrímsson og Goði Ingvar Sveinsson eftir leikinn í dag.

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um 18 ára og yngri hóf leik á Evr­ópu­mót­inu sem haldið í Króa­tíu að þessu sinni, en liðið byrjaði mótið vel. 

Ísland fór með 25-20-sig­ur af hólmi þegar liðið mættir Póllandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppnni mótsins í dag. Staðan í hálfleik var 12:9 íslenska liðinu í vil. 

Íslenska liðið náði fljótlega frumkvæði í leiknum og var sigur liðsins nokkuð sannfærandi þegar upp var staðið. Dag­ur Gauta­son var markahæstur hjá ís­lenska liðinu með níu mörk og þeir Hauk­ur Þrast­ar­son og Ei­rík­ur Guðni Þór­ar­ins­son skoruðu fjög­ur mörk hvor.

Viktor Gísli Hallgrímsson varð tæplega 20 skot í marki íslenska liðsins og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum.  

Ísland etur kappi við Svíþjóð í öðrum leik liðanna í riðlakeppninni á morgun, en Svíar fóru líkt og íslenska liðið vel af stað í mótinu og unnu 29-21-sig­ur gegn Slóven­íu í sín­um fyrsta leik í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

„Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið“

Handbolti

Svekktur og sáttur á sama tíma

Handbolti

Haukur valinn bestur á EM

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing