Handbolti

Íslenska liðið byrjaði vel á EM

Ísland byrjar vel á Evrópumótinu í handbotla skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Liðið hafði betur, 25-20, þegar liðið mætti Póllandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppni mótsins.

Viktor Gísli Hallgrímsson og Goði Ingvar Sveinsson eftir leikinn í dag.

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um 18 ára og yngri hóf leik á Evr­ópu­mót­inu sem haldið í Króa­tíu að þessu sinni, en liðið byrjaði mótið vel. 

Ísland fór með 25-20-sig­ur af hólmi þegar liðið mættir Póllandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppnni mótsins í dag. Staðan í hálfleik var 12:9 íslenska liðinu í vil. 

Íslenska liðið náði fljótlega frumkvæði í leiknum og var sigur liðsins nokkuð sannfærandi þegar upp var staðið. Dag­ur Gauta­son var markahæstur hjá ís­lenska liðinu með níu mörk og þeir Hauk­ur Þrast­ar­son og Ei­rík­ur Guðni Þór­ar­ins­son skoruðu fjög­ur mörk hvor.

Viktor Gísli Hallgrímsson varð tæplega 20 skot í marki íslenska liðsins og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum.  

Ísland etur kappi við Svíþjóð í öðrum leik liðanna í riðlakeppninni á morgun, en Svíar fóru líkt og íslenska liðið vel af stað í mótinu og unnu 29-21-sig­ur gegn Slóven­íu í sín­um fyrsta leik í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Handbolti

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Handbolti

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Auglýsing