Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu er í 17. sæti á nýj­um styrk­leikalista alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA sem opinberaður var í morgun.

Íslenska liðið hoppar upp um fimm sæti frá því að síðasti listi var geifnn út en á milli útgáfu listanna hefur Ísland spilað fjóra vináttulandsleik.

Liðið lék tvo leik við Suður-Kór­eu, hafði betur í öðrum þeirra 3-2 og gerði svo 1-1 jafn­tefli. Leikmenn íslenska liðsins spiluðu síðan tvo leiki við Finnland, þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og Ísland bar sigurorð 2-0 í seinni leiknum.

Ísland er í tíunda sæti af Evrópuþjóðunum á listanum. Bandaríkin sem eru nýkrýndir heimsmeistarar eru í efsta sæti listans.

Topp tíu þjóðirnar á listanum eru eftirfarandi:

1.Banda­rík­in

2.Þýska­land

3.Hol­land

4.Frakk­land

5.Eng­land

6.Svíþjóð

7.Kan­ada

8.Ástr­al­ía

9.N-Kórea

10.Bras­il­ía

Hér má sjá all­an FIFA-list­ann