Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um 21 árs og yngri hefur borið sigurorð í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem leikið er á Spáni þessa dagana.

Ísland lagði Síle að velli í gær og bar svo 26-22 sig­ur úr býtum á móti Arg­entínu í öðrum leik sín­um í dag.

Íslenska liðið hóf leikinn í dag af miklum krafti og komst í 4-1 og svo 10-5. Staðan í hálfleik var síðan 14-10 Íslandi í vil.

Eftir að Arg­entínu tókst að minnka mun­inn í 15-14 í upphafi síðari hálfleiks tók Ísland aftur völdin og tryggði sér að lokum fjöggura marka sigur.

Bjarni Ófeig­ur Valdi­mars­son var markahæstur hjá íslenska liðinu með átta mörk en Ásgeir Snær Vign­is­son kom næstur með fjögur mörk og þeir Orri Freyr Þorkels­son, Hafþór Már Vign­is­son og Kristó­fer Andri Daðason skoruðu þrjú mörk hvor.

Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á föstudaginn kemur en þar á eftir leikur íslenska liðið við Danmörk og Þýskaland.