Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun spila leikkerfið 4-4-2 þegar liðið sækir Slóvakíu heim í næstsíðustu umferð í undankeppni EM 2022 til Bratislava í kvöld.

Jón Þór Hauksson og þjálfarateymi hans stilla upp eftirtöldum leikmönnum í byrjunarliði liðsins í leiknum.

Sandra Sigurðardóttir - Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Agla María Albertsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (f), Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elín Metta Jensen.

Agla María Albertsdóttir kemur inn á vinstri vænginn hjá íslenska liðinu.

Fyrir þennan leik er Ísland í öðru sæti riðils síns með 13 stig eftir sex leiki. Ljóst er að Svíþjóð endar í efsta sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppnina.

Hin sex liðin sem hafna í öðru sæti í riðlum sínum fara svo í umspil um þrjú laus sæti.

Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska liðið, en með sigrum gegn bæði Slóvakíu í dag og Ungverjalandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur á það góðan möguleika á að komast beint í lokakeppnina.