Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Norður Makedóníu í dag í fyrstu umferð í forkeppni HM sem fram fer í Skopje um helgina.

Karen Knútsdóttir sem er alla jafna fyrirliði liðsins er ekki með í þessu verkefni og ber samherji hennar hjá Fram, Steinunn Björnsdóttir, fyrirliðabandið í komandi leikjum.

Í morgun fékk hópurinn niðurstöður úr fyrsta PCR testinu eftir ferðalagið til Skopje og voru allir neikvæðir. Leikurinn við heimakonur í dag hefst klukkan 16:00 en íslenska liðið mætir Grikklandi á morgun og Litháen á sunnudaginn.

Hópurinn sem leikur gegn Norður Makedóníu er eftirfarandi:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)

Aðrir leikmenn:

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (37/77)

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)

Lovísa Thompson, Valur (19/28)

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)

Rut Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)

Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)

Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)

Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)

Thea Imani Sturludóttir, Valur (40/54)

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)

Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0) hvílir í dag.