Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur í kvöld leik í annarri umferð undankeppni HM 2023 og verkefni kvöldsins er ansi krefjandi er liðið mætir stjörnuprýddu liði Spánar á útivelli.

Auk Íslands komust Ítalía og Holland áfram á seinna stig undankeppninnar úr riðli fyrstu umferðar í sex liða riðil annarrar umferðar þar sem þrjú efstu lið riðilsins fara áfram á HM. Ísland mun því næstu mánuðina mæta Spáni, Úkraínu og Georgíu heima og heiman.

Fyrir leik kvöldsins er Ísland í 2. sæti riðilsins og Spánverjar í því þriðja með sama stigafjölda. Spánverjar eru með eitt besta landslið heims um þessar mundir og staða liðsins á heimslista FIBA sannar það. Spánverjar sitja í 2. sæti heimslistans á meðan Íslendingar verma 44. sæti.

Staða L-riðils
Mynd: Skjáskot

Tefla fram NBA leikmönnum

Það eru engir aukvissar í hópnum sem Spánverjar hafa valið fyrir leikinn gegn Íslandi. Þar ber kannski hæst að nefna bræðurna Willy og Juancho Hernangomez, leikmenn NBA liðanna New Orleans Pelicans og Toronto Raptors.

Fyrir þá sem hafa horft á kvikmyndina Hustle á Netflix má nefna að Juancho leikur þar aðalhlutverk í myndinni sem Bo Cruz

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV 2