Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur til Englands í dag þar sem framundan er Evrópumótið í knattspyrnu. Liðið leikur leiki sína í riðlakeppninni í Manchester og Rotherham.

Fréttablaðið færir ykkur allt það helsta í tengslum við íslenska landsliðið beint frá Englandi.

Stelpurnar okkar hafa eytt undanförnum dögum í Herzogenarauch í Þýskalandi þar sem lokahönd hefur verið lögð á undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið.

Undirbúningurinn hófst hér heima en liðið hélt síðan til Póllands þar sem leikinn var vináttuleikur gegn Póllandi sem vannst.

Frá Póllandi lá leiðin til Herzogenarauch þar sem liðið hefur æft við góðar aðstæður.

Fyrsti leikur Ís­lands á mótinu er gegn Belgíu á sunnu­daginn næst­komandi. Leikurinn fer fram á Manchester City A­cademy vellinum og flautað verður til leiks klukkan 16:00 á ís­lenskum tíma.

Annar leikur liðsins er gegn Ítalíu Fimmtu­daginn 14. júlí. Sá leikur fer einnig fram á Manchester City A­cademy vellinum og hefst klukkan 16:00 á ís­lenskum tíma.

Loka­leikur Ís­lands í riðla­keppninni er gegn Frakk­landi mánu­daginn 18. júlí. Leikurinn fer fram á New York leik­vanginum í Rot­her­ham og hefst klukkan 19:00 á ís­lenskum tíma.