Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Vigdís Pálmadóttir, Agnes Suto-Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu í gær á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Szczecin í Póllandi þessa dagana. Keppni í undanúrslitum kvennaflokki fóru fram í dag.

Emilía Björt og Vigdís kepptu í öðrum hluta mótsins en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega. Örlitilir hnökrar voru í æfingum hjá Emilíu en reynslan af mótinu gríðarlega mikilvæg og upplifunin af deginum var góð.

Agnes sem er núverandi Íslandsmeistari í fjölþraut og mikill reynslubolti stóð sig vel á mótinu, gerði allar sínar æfingar örugglega og lauk keppni með 45.365 stig. Thelma var að keppa í annað sinn á Evrópumóti í fullorðinsflokki en gat því miður einungis keppt á tvíslá eftir að hafa meitt sig á æfingu á þriðjudaginn.

Thelma gerir mjög erfiðar æfingar á tvíslánni og framkvæmdi æfingar sínar mjög vel og fékk fyrir það 11.533 stig. Íslensku keppendurnir í karla- og kvennaflokki komust ekki í úrslit og hafa því lokið keppni á mótinu að þessu sinni.

Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir fengu dýrmæta reynslu á sína fyrsta Evrópumóti.