Íslenskur stuðningsmaður sem var mættur til að styðja Manchester United gegn Liverpool um helgina fékk létt skot frá stuðningsmönnum Liverpool á leiðinni af vellinum.

Var hann kallaður Eminem og Slim Shady af stuðningsmanninum í myndbandi sem stuðningsmenn Liverpool eru að dreifa á Twitter þessa stundina.

Birkir Snær Sigurðarson staðfesti á Twitter að þetta væri hann að þetta væri ekki hans besta stund.

Í samtali við Fréttablaðið tekur Birkir Snær undir að þetta hafi um leið auðvitað verið létt grín eða banter eins og Englendingarnir kalla þetta.

Það sést í myndbandinu að þarna er á ferðinni sigurreifur Liverpool stuðningsmaður á leiðinni af Old Trafford í lögreglufylgd og fer að kalla á Birki.

Hann kallar hann sífellt Eminem og Slim Shady en Birkir er með ljóst hár eins og bandaríski rapparinn og Birkir svarar um hæl áður en stuðningsmaður Liverpool er dreginn í burtu af lögreglunni.