Það verður Íslendingaslagur á Goodison Park annan í jólum þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar heimsækja Everton.

Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag dagskránna fyrir desember og janúar og að vanda er þétt skipuð dagskrá í desember.

Þar á meðal er leikur Everton og Burnley á Goodison Park um þrjú leytið þegar Gylfi Þór Sigurðsson fær Jóhann Berg og félaga í heimsókn.

Alls fara níu leikir fram annan í jólum og umferðinni lýkur daginn eftir með leik Wolves og Manchester City.