Diego Armando Maradona, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, ef ekki sá besti, lést í dag sextugur að aldri.
Margir Íslendingar eiga góðar minningar af þessum magnaða leikmanni og hafa fjölmargir skrifað falleg orð um Argentínumanninn sem heillaði alla með hæfileikum sínum. Hér má sjá brot af umræðunni á samfélagsmiðlum.
Þessi fékk mann alltaf til að dreyma. Fara út á völl og skora fullkomna markið. Maradonna var 🐐 í leiknum vonandi líður honum betur #RIP pic.twitter.com/ns66XbHTHH
— Hjalti Ómars (@Hjaltiom) November 25, 2020
Sá besti, sá mest heillandi, sá gallaðasti. Einstakur. pic.twitter.com/BCSHBh2lw8
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 25, 2020
Það eru bara sem betur fer 36 dagar eftir af þessu ógeðslega ári. RIP legend. 🐐🐐🐐 pic.twitter.com/1VUqS8CoKI
— Rikki G (@RikkiGje) November 25, 2020
Besta frammistaða hjá einum leikmanni á Heimsmeistarmóti og verður aldrei toppað #RipDiego pic.twitter.com/g2twrrkzVi
— Gummi Ben (@GummiBen) November 25, 2020
Einu sinni skrifaði ég grein undir fyrirsögninni: Ég ætla að drekka kampavín úr skónum hans Maradona. Það var þegar...
Posted by Gunnar Smári Egilsson on Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Maradona tekur við himnaríki [staðfest]
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) November 25, 2020
Kæra 2020 farðu í rassgat, kær kveðja allir! https://t.co/136zxbAS8o
— Matti (@mattimar) November 25, 2020
Einn mesti knattspyrnumaður sögunnar “hönd guðs” Diego Maradona er fallinn frá. Hvíl í friði snillingur.
Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Ég náði því bara einu sinni að vera a sama stað og Maradona. Þá var kóngurinn hressasti maðurinn í Moskvu #RIP pic.twitter.com/3pN2zWm6WV
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) November 25, 2020
Lítill þéttur og sparkaði með vinstri fæti. Ástæða þess að ég átti Argentínu landsliðsbúning sem ég krotaði 10 aftan á ásamt nafninu Maradona. Fyrsta fotbolta fyrirmyndin og sá besti í heimi. Hvíldu í friði #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) November 25, 2020