Handbolti

Ísland á fimm þjálfara á HM 2019

Fjórir íslenskir þjálfarar komu fimm liðum á HM 2019 í handbolta. Fimm íslenskir þjálfarar stýra liðum á mótinu.

Kristján, Guðmundur og Dagur eru komnir með sín lið á HM. Mynd/Samsett

Ísland á fimm þjálfara á HM 2019 í handbolta sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi.

Íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld. Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska liðinu og er á leiðinni með það á enn eitt stórmótið.

Guðmundur afrekaði það að koma tveimur liðum á HM en hann stýrði Barein í byrjun árs þegar liðið tryggði sér farseðilinn á HM með því að lenda í 2. sæti á Asíuleikunum. Við starfi hans hjá Barein tók Aron Kristjánsson sem fer með liðið á HM.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu komust í kvöld á HM eftir 31-26 sigur á Hvíta-Rússlandi. Þetta er í annað sinn sem Patrekur kemur Austurríki á HM.

Svíþjóð, silfurliðið frá EM í Króatíu, vann 26-20 sigur á Hollandi og tryggði sér sæti á HM. Kristján Andrésson er þjálfari Svía en Erlingur Richardsson þjálfar Hollendinga.

Þá eru lærisveinar Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu einnig komnir á HM.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Handbolti

Nýliðarnir að norðan bæta við

Handbolti

Ramune snýr aftur til Hauka

Auglýsing

Nýjast

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

„Ætlum að vinna titil í ár og þetta er síðasta tækifærið“

Auglýsing