David Rovira, sölustjóri Las Colinas-svæðisins á Spáni, var staddur hér á landi á dögunum en á svæðinu er einn glæsilegasti golfvöllur í Evrópu. Íslendingar hafa í miklum mæli verið að heimsækja svæðið og nokkur fjöldi Íslendinga hefur fest kaup á eign á þessu fallega svæðið.

„Svæðið hefur komið sér á kortið, svæðið og golfvöllurinn eru að ná jafnvægi. Fólk nýtur lífsstílsins þarna,“ segir Rovira um Las Colinas-svæðið. Fjöldi Íslendinga hefur á síðustu árum spilað golf á svæðinu.

„Golfvöllurinn er einn af 100 bestu golfvöllum í Evrópu og það hefur hann verið frá upphafi. Fólk kann að meta hann og þá góðu umhirðu sem er í kringum völlinn,“ segir David.

Hann hrósar Íslendingum sem hann hefur átt í viðskiptum við. „Íslendingar eru frábærir, þetta er vinalegt fólk. Þú finnur að þetta er fólk sem vill njóta lífsins, við erum að skapa gott umhverfi sem það sækist í. Við berum virðingu fyrir náttúrunni og það er mikill gróður í hverfinu.“

David var hér á landi í síðustu viku og hitti mögulega viðskiptavini. „Ísland er frábært land en þegar þú býrð hérna get ég kannski skilið af hverju fólk vill eiga hús þar sem það kemst í sól. Það er beint flug til okkar sem Íslendingar kunna að meta.“