Í dag fór fram leikur Mal­mö og Víkings í for­keppni Meistara­deildar Evrópu. Loka­tölur voru 3-2 fyrir Mal­mö, en það er samt dómari leiksins sem allir eru að tala um.

Á 38 mínútu leiksins jafnaði Kristall Máni Inga­son leikinn fyrir Víkinga, en að­eins einni mínútu síðar var hann fokinn af velli.
Kristall, sem var á gulu spjaldi þegar hann skoraði fagnaði með því að „sussa“ á að­dá­endur Mal­mö.

Dómarinn leiksins var ekki sáttur við fagnið hans Kristals og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Íslenskir áhorfendur hafa lýst yfir undrun sinni á dómnum á Twitter og hafa sumir einfaldlega kallað hann svindlara.

Þetta stórundarlega atvik má sjá á fotbolti.net.