Patrick Mahomes sem var Mosfellingur sumarlangt árið 2017 hefur skrifað undir nýjan samning við lið sitt Kansas City Chiefs sem er ríkjandi meistari í NFL-deildinni. Mahomes bjó í Mosfellsbænum með kærustu sinni Brittany Matthews sem lék með Aftureldingu/Fram eina leiktíð.

Samningurinn sem er til tíu ára en fyrir átti Mahomes tvö ár eftir af samningis sínum og því er hann bundinn í Kansas næstu 12 árin. Nýi samningurinn gerir Mahomes sem átti stóran þátt í að að Kansas City Chiefs landaði sigri í leiknum um Ofurskálina að launahæsta leikmanninnum í sögu NFL-deildarinnar og raun sömuleiðis í sögu bandarískra liðsíþrótta.

ESPN kveðst hafa heimildir fyrir því að samningurinn gefi Mahomes sem hefur leikið í NFL-deildinni í þrjú tímabil um það bil 500 milljónir dollara sem jafngildir rúmlega 70 milljörðum íslenskum krónum í aðra hönd.